|
Eduard Manet(1832-1883) - Vetrargarður |
Það er nokkuð napurt úti um þessar mundir þó birtan sé um það bil að ná yfirhöndinni. Einhverra hluta vegna eru grænir litir áberandi á litapalettunni og gróður, mosi, laufblöð og plöntur þrengja sér inn í myndefnið. Ég sá þessa mynd Manets nýverið í Berlín og var algerlega heilluð. Þetta er mjög stór mynd og þessi litla ljómynd gefur engan veginn til kynna áhrifin sem hún býr yfir. En hugrenningarnar sem fylgja nafninu eru áhugaverðar. Afhverju er þetta Vetrargarður? Hvaðan koma þessar plöntur. Hvar er parið? Hvernig er sambandið á milli þeirra? Hvernig manneskja er konan? Það er svolítið ringlað andrúmsloftið í kringum hana og litirnir og litanotkunin gefa það líka til kynna. En maðurinn? Er hann ekki dreginn mun skarpari dráttum, svartur litur öryggis og staðfestu. Gróðurinn er líka áhugaverður, hjá konunni mjúkar bleikar nellikur en hjá manninum pálmi í einum lit.
|
Rabarbari er oft fyrsti vorboðinn... |
|
Tími til að stúdera plöntur og skoða bækur og láta fara vel um sig. |