Saturday, April 13, 2013

Ný uppgötvun - William Hogarth

William Hogarth 1697-1764
Svo gaman þegar maður uppgötvar einhverja listamenn fyrir tilviljun. Var að lesa bókagagnrýni á "Druslubókum og doðröntum"og þar var minnst á William Hogarth og kenningar hans um sjónræna fegurð. Ég fór nú að fletta honum upp og skoða. Fyrsta myndin sem kom upp er þessi sjálfsmynd hans með hundinum en þegar ég las meira um hann þá komst ég að ýmsu. Hann er einn af þessum stóru bresku málurum, var uppi á 18. öld og hafði víðtæk áhrif og lét sér ekkert óviðkomandi. Hann hafði td. mikil áhrif á þróun skopmynda, vann td. pólitískar grafíkmyndir(ætingar) sem öðluðust mikla útbreiðslu.  Þegar maður skoðar myndirnar hans þá eru þær merkilega "sviðsettar"og gaman væri ef einhver málari/grafíklistamaður í dag festi kosningabaráttuna á striga/blað.  
Hundarnir eru ótrúlega fyndnir og setja svip...

Svipurinn á barninu er óvanalegur fyrir málverk frá þessum tíma.

Persónusköpunin er skemmtileg og eins og maður kannist td. við þennan í rauða frakkanum.





No comments:

Post a Comment