Wednesday, February 20, 2013

Kleine Welt - Sýningarlok




Sýningin mín Kleine Welt í Herberginu/Kirsuberjatrénu opnaði fimmtudaginn 7. febrúar og lýkur nú sunnudaginn 24. febrúar. Það er opið virka daga frá 11-18, á laugardag kl. 11-16 og sýningarlokadagur er á sunnudaginn kl. 15-17. Það hefur verið gaman að standa að þessari litlu sýningu og margir hafa komið og skoðað, enda staðsetningin góð og einfalt að bregða sér í bæinn. Þessi elskulega búð hefur líka svo marga fallega muni til sýnis og þær sem að henni standa eru hver annarri yndislegri og margir sem líta inn, túristar sem aðrir. Ég fékk frábæran ljósmyndara til að mynda sýninguna fyrir mig og hér eru nokkrar myndir.

1 comment:

  1. Beautiful work Soffia, and nicely displayed. Brava.

    ReplyDelete