Á sumrin finnst mér gaman að prófa mig áfram með ný efni, nota liti sem ég er ekki alltaf að nota, leyfa sumrinu að flæða inn. Ég tók nokkra daga í að prófa mig áfram með heitt vax og olíulit á pappír. Ég er ekkert brjálæðislega glöð með útkomuna en finnst hún þó vísa í einhverja átt og fíla litina vel.
|
Tilraunir með vax og olíutlit á pappír |
Á sumrin reyni ég auðvitað líka að halda mig við efnið, maður þarf alltaf að eiga eitthvað til í galleríinu og ekki þýðir að leika sér alla daga þó það sé gaman. Það er stundum létt yfir köppunum mínum.
|
...er þessi kannski úti á túni? |
|
...og þessi úti í glugga? |
|
.....og þessi uppi á þaki? |
Í Svíþjóð í vetur keypti ég bláan pappír sem hefur legið hjá mér í hillunni. Undir áhrifum frá myndinni Hugo(ekki drykknum sko) hef ég svo leitast við að skapa einhverja veröld með hvítu bleki, gylltri og silfurlitaðri slikju og blýjanti. Þetta er skemmtilegt og þróun. Mig langar til að það taki tíma svo það skiptir ekki höfuð máli. Vantar nafn á þessa seríu...kannski það komi þegar allt er komið. Mér finnst þetta hvíta vera snjór eða ský, en getur allt eins verið reykur. Þetta skilar sér nú ekki beint vel á ljósmynd....en kannski mun þetta einhverntímann koma fyrir sjónir sýningargesta. Mér finnst þetta virka.
Af og til detta inn á borð hjá mér einhver gæluverkefni sem eru af öðrum toga en þessi hefðbundnu. Nú er ég með eitt slíkt í vinnslu. Byrjaði á því 2008 og það mun líta dagsins ljós á haustdögum. Það mun ég þó tilkynna betur þegar nær dregur.
|
Nýjasta verkefnið á nýja borðinu mínu.
|