Ég fór á nokkur söfn og gallerí í Svíþjóð um daginn og tók þar eftir ungu sænsku listaspírunum, renglulegum strákum og stelpum í þröngum gallabuxum og slitnum ullarpeysum sem voru að skoða málverk. Það var greinilegt að þetta voru krakkar með ástríðu fyrir myndlist en maður sá það á skónum þeirra að þetta voru málarar.....og þeir leggja mikið upp úr skóm, sem voru einskonar "status" eða stöðutákn.
Ég hef ekki fyrr áttað mig á því fyrr hvað skórnir hans Van Gogh eru mikil snilld. Hann málaði þá aftur og aftur. Merkilegt líka hvað skór gefa mikið til kynna um manneskjuna. Nemendur mínir eru að mála manneskjuna (módel) um þessar mundir. Það gengur vel, en ef þeir ættu að mála skóna sína(eða einhvers annars) þa´væri áhugavert að sjá hvernig gengi að skila karakter manneskjunnar sem á skóna. Það er ekki út af engu sem ungar listaspírur nota svona skó. En svo má líka bara mála skó sér til ánægju og yndisauka.
|
Van Gogh, 1886, 40x50 |
|
Van Gogh, 1888, 40x50
|
|
Paul Housley, 2008, 40x50 |