Wednesday, August 10, 2011

Námskeið um helgina


Thursday, August 4, 2011

Sumar er í sveitum...

Um þessar mundir er ég að undirbúa spennandi sýningar. Þó sumarið sé kannski ekki allra besti tíminn til að sitja við trönurnar, standa við pressuna  eða gleyma sér í verkum sínum er því ekki að neita að fegurð sumarsins og litadýrð, dularfullar nætur, dalalæða og spegilsléttur djúpblár sjór er "innspirerandi" og það er auðvelt að verða innblásinn.

Á ferðum mínum um landið er ég alltaf með skissubók/bækur og pennaveski með blýjöntum, stundum vatnslitabox og pensil, myndavélina mína sem ég elska og nota óspart, helst mjög ónákvæmt út um bílgluggann á ferð og þó ég teikni ekki beint það sem ég sé þá skrifa ég gjarnan litina sem ég upplifi í miklum smáatriðum gulgrábrúnt gras, blágrágræn fjöllin með fjólubleikri slikju.

Sýningarnar framundan eru allar ólíkar að gerð
1. Samsýningin brot með samkennurum mínum í Myndlistarskóla Mosfelssbæjar í húsnæði skólans og á Kaffi Álafoss í tilefni af bæjarhátíðinni í Túninu heima 26. ágúst.

2. Einkasýning í Gallerí Fold 10. september. Ég hef ekki sýnt í Fold lengi og hlakka til að setja upp sýningu þar en hvað ég sýni er ennþá á huldu.

3. Í október sýni ég ásamt Magdalenu Margréti Kjartansdóttur í galleríi í Malmö í Svíþjóð. Ég hef ekki sýnt grafík lengi og hlakka til og er líka ákaflega þakklát Magdalenu fyrir að bjóða mér að sýna með sér. Hún er ein af okkar allra flottustu listamönnum og hefur sýnt út um allan heim. Þetta verður spennandi.

Það er ekki alveg komið að kennslunni hjá mér ennþá, hún hefst að mestu leyti í september eftir sýninguna í Fold. Ég ætla þó að standa fyrir námskeiði í litum og litanotkun á vinnustofunni um næstu helgi. Nokkrir hafa þegar skráð sig en pláss fyrir fleiri. Sumarið er tíminn!!

Varmá í Hvergerði frá því í apríl....

Tuesday, August 2, 2011

Síðsumartíminn...námskeið

Helgina 11.-14. ágúst verð ég með námskeið í litum og litatengdum efnum á vinnustofunni. Sumarið er tími lita og léttleika og því tilvalið að koma sér af stað í málun í ágúst með því að einblína á liti og litanotkun undir handleiðslu kennara. Námskeiðið hentar þeim best sem hafa einhverja þjálfun í málun.


Litir og litanotkun
11.-14. ágúst 2011
Fyrirlestur um liti og áhrif þeirra, notkun litahringsins og virkni út frá málverkum. Stutt verkefni(klukkutími) þar sem litablöndun er þjálfuð en síðan vinna nemendur tvær myndir þar sem unnið er með andstæða liti. Gefinn kostur á stuttum einkatíma eftir að námskeiði lýkur þar sem kennari leiðbeinir um framhald myndanna. 
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.


Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar. 
Einkatími(30 mínútur) eftir samkomulagi.
Staður: Málarinn við höfnina, Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir. Fjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma með allt efni sjálfir, 2 striga/blindramma í sömu stærð td. 40x50 eða stærra og fá leiðbeiningar um efniskaup í upphafi námskeiðs.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Júlíana Sveinsdóttir, L.A.Ring, E. Degas, Monet, Olaf Höst, Emil Nolde, Færeysku listamennina ofl.
Efnisatriði: Olíulitir, íblöndunarefni, grunnar, litablöndun, kaldir og heitir litir, andstæðir litir, litahringurinn. Verð:25.000. Skráning hjá Soffíu í s:8987425 eða á soffias@vortex.is