Helgina 11.-14. ágúst verð ég með námskeið í litum og litatengdum efnum á vinnustofunni. Sumarið er tími lita og léttleika og því tilvalið að koma sér af stað í málun í ágúst með því að einblína á liti og litanotkun undir handleiðslu kennara. Námskeiðið hentar þeim best sem hafa einhverja þjálfun í málun.
Litir og litanotkun
11.-14. ágúst 2011
Fyrirlestur um liti og áhrif þeirra, notkun litahringsins og virkni út frá málverkum. Stutt verkefni(klukkutími) þar sem litablöndun er þjálfuð en síðan vinna nemendur tvær myndir þar sem unnið er með andstæða liti. Gefinn kostur á stuttum einkatíma eftir að námskeiði lýkur þar sem kennari leiðbeinir um framhald myndanna.
Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Einkatími(30 mínútur) eftir samkomulagi.
Staður: Málarinn við höfnina, Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir. Fjöldi nemenda 7-10
Efni: Nemendur koma með allt efni sjálfir, 2 striga/blindramma í sömu stærð td. 40x50 eða stærra og fá leiðbeiningar um efniskaup í upphafi námskeiðs.
Skoðum m.a. þessa listamenn: Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Júlíana Sveinsdóttir, L.A.Ring, E. Degas, Monet, Olaf Höst, Emil Nolde, Færeysku listamennina ofl.
Efnisatriði: Olíulitir, íblöndunarefni, grunnar, litablöndun, kaldir og heitir litir, andstæðir litir, litahringurinn. Verð:25.000. Skráning hjá Soffíu í s:8987425 eða á soffias@vortex.is
No comments:
Post a Comment