Monday, April 4, 2011

Apríl - Listamannadvöl/sýning á EFLU/vinnustofa

Ég fékk úthlutað dvöl í Varmahlíð í Hveragerði í aprílmánuði. Varmahlíð er hús sem Hveragerðisbær úthlutar í mánuð í senn til listamanna úr ýmsum listgreinum. Tímann ætla ég að nota til að hlaða batteríin, vinna hugmyndavinnu að sýningu og þróa ákveðna hugmynd betur sem hefur verið kollinum á mér lengi. Ég hlakka til að nýta þetta tækifæri og vona að þetta nýtist mér til framtíðarverka!

Vinnustofan mín í Hafnarfirði verður því lokuð þennan tíma en hægt að fá að skoða eftir samkomulagi.

Andyri Eflu
Um helgina hengdi ég upp sýningu með verkum mínum á Verkfræðistofunni Efla sem staðsett er á Höfðabakka(í gamla Tækniskólanum). Þetta er fallegt húsnæði og fjölmennur vinnustaður sem stendur fyrir sýningum með völdum listamönnum á 6 vikna fresti. Það er öllum velkomið að skoða sýninguna á vinnutíma og þetta er sölusýning.

No comments:

Post a Comment