Ég hyggst bjóða upp á námskeið á Reykjanesi fyrir vestan í lok maí. 27. maí til 1. júní. þetta verður lúxusferð þar sem allt er innifalið, gisting, matur, góður félagsskapur og kennsla, eina sem þarf að gera er að koma sér á staðinn og taka með sér það sem maður ætlar að mála með og á. Ég hlakka til, þetta er skemmtilegur tími og það verður gaman að geta setið við óháð tíma og mála. Ég ætla að vinna með umhverfið þarna en staðurinn er ótrúlega fallegur og auðvitað bjart allan sólarhringinn á þessum tíma. Það verður vaknað snemma og farið út. Eða vakað lengi og farið inn seint. Ég hef hugmynd um að vera með einfara í myndlist sem innblástur. Það er nefnilega margt hægt að læra af þeim sem mála það sem þeir elska. Stefán frá Möðrudal var til dæmis mjög hrifinn af Herðubreið og málaði margar myndir af fjallinu eina. Færeyskir málarar hafa lika margir hverjir ákveðna einlægni til að bera í sinni myndlist þó þeir séu ekki endilega einfarar í þeim skilningi. Það er nefnilega ákveðin einlægni sem fylgir því að mála það sem maður þekkir.
Hér er linkur á hótelið.