Thursday, April 1, 2010

Ýmislegt um eldgos


Hér má sjá túlkun tveggja listamanna á eldgosi á 18. öld. Annars vegar bretinn Turner með Vesuvius og hins vegar bandaríkjamaðurinn Edwin Church með suður ameríska fjallið Coxata. Það er athyglisvert hvernig þeir nota myndbygginguna og liti markvisst til að ýkja stærðina á þessum náttúruundrum og draga vissa hluti fram. Í mynd Turners eru skipin eins og táknmynd heimsins mót stórfenglegu fjallinu og eru dregin dökkum dráttum en hvít mýkt fossins og fjallsins mynda ákveðnar andstæður móti gulri sólinni í mynd Church en reykurinn og klettarnir tengjast með dökkum lit á móti og mynda grunninn.

No comments:

Post a Comment