Það gengur mikið á í náttúrunni um þessar mundir. Eldgos í Eyjafjallajökli sést víða og margir fara á staðinn til að skoða. Appelsínurauði liturinn er magnaður og hann þröngvar sér í myndirnar hjá mér. Rauður litur er flókinn í notkun. Hann er jafnframt alveg ótrúlega fallegur sé hann rétt notaður. Hann getur verið agressívur og ögrandi, rómantískur og rólegur, glaðlegur og gefandi. Það er auðvelt að klúðra honum og örítill dropi af hvítum getur gert hann bleikari en allt sem bleikt er. Doppa af bláum breytir honum samstundis í skærfjólubláan, en gul doppa í skær appelsínugulan. Minn uppáhaldsrauður er Alizarin Crimson(W&N litur) og blandi maður Cadmium Yellow í hann(sömu tegund) fæst þessi skær rauð appelsínuguli litur sem einkennir gosið. Þessi mynd er tekin af vini mínum Gunnari Karli Gunnlaugssyni ljósmyndara.
No comments:
Post a Comment