Tuesday, February 21, 2017

Febrúarmálverk....í vinnslu



Það er febrúar og manni finnst árið varla vera hafið vinnulega séð. Undanfarnir mánuðir hafa verið svolítið undirlagðir af annars konar vinnu þar sem setið er við tölvu, fundað vegna sýninga og verka, skipuleggja ferðir með sýningar og þannig mætti lengi telja. Ég sit í sýningarnefnd Grafíkfélagsins ásamt fleirum og við höfum haldið utan um stórar samsýningar, hjá Manhattan Graphics í október, í Gallerí Nordens Ljus í Stokkhólmi sem opnar um næstu helgi auk þess sem ég fór í boðsferð til Krakow í janúar ásamt formanni og fyrrum formanni félagsins til að kynna félagið með litla sýningu sem sett er þar upp. Sjálf tek ég þátt með eigin verkum í öllum þessum viðburðum svo ég hef verið að vinna í grafík líka/I have been busy this year organizing different shows with the IPA show Committee. For instance a show Exchange with Manhattan Graphics, An exhibition coming up next saturday in Gallery Nordens Ljus in Stockholm, a visit to Kracow to introduce IPA and icelandic printmaking. I have participated myself in all these events so I have been doing Printmaking as well.


Hreyfanlegt landslag/Moving landscape 2016
Æting með tveimur plötum/Two plate etching

Hidden landscape/Hulið landslag 2016
Silkiþrykk/einþrykk - Silkscreen/Monoprint

Hreyfanlegt landslag/Moving landscape 2016
Æting með tveimur plötum/Two plate Etching
Manhattan Graphics í New York- USA/Iceland
Við Gerry Wall sem komum sýningunni á koppinn/
The organizers, me and Gerry Wall from MG.


Kracow Triennal skrifstofan heimsótt
Elva Hreiðarsdóttir, Marta Boyzik, Elísabet Stefánsdóttir
 og yfirmaður Kracow Triennalsins.
Það starfa nokkrir starfsmenn við skipulagningu
þríæringsins og þátttakendur koma allsstaðar að. 

Áhugaverð myndlist skoðuð

Frábærar sýningar

Ferðafélagarnir og Marta Boyznic sem skipulagði þessa heimsókn.
Frekari samskipti eru fyrirhuguð sem gaman verður að vinna að.
Krakow er ótrúlega falleg borg og einstök vinátta skapaðist í ferðinni.



Svo má ekki gleyma þessari sýningu "Við sjónarrönd" í Listasafni Reykjanesbæjar sem var opnuð 11. nóvember og lauk 15. janúar og tók upp mikinn tíma. Við vorum þrjár sem sýndum saman, auk mín, Elva Hreiðarsdóttir og Phyllis Ewen. Við unnum sameiginlega að þessari sýningu en líka hver í sínu horni. Hér má sjá mín verk á sýningunni en myndirnar tók Kristín Bogadóttir ljósmyndari.
Yfirlitsmynd
Hulið landslag

Hulið landslag - 2016

Hulið landslag - 2016

Hulið landslag - 2016


Svo má hér sjá nokkrar myndir af vinnustofunni. Þó skrifstofutíminn hafi svolítið tekið yfir í bili þá þokast hlutirnir er nú samt alltaf eitthvað áfram.....kyrrðin í þessum verkum er notaleg og gott að hverfa inn í þennan heim litla stund. A few images from my studio. I like the silence and the calm athmosphere. 

Biðleikur.../Waiting 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 90x74

Breytileg átt/Changing Weather 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 134x54

Aðstoð/A little help 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 30x40

Heitt hjarta/Warm heart 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð:50x60


Upphaf.../Beginning....2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 30x30

Friðarhöfðingi/Together 2016
Olía á tré/Oil on Wood
Stærð: 45x55

Birtir af degi/Daylight 2016
Olía á striga/Oil on Canvas
Stærð: 30x40

Tuesday, September 6, 2016

Vinnuferð í Hvíta hús/Við sjóndeildarhring

Vinnuborðið/Working table September 2016

Ég vinn nú að sýningunni "Við sjóndeildarhring/Above and below the horizon" sem er samsýning mín, Elvu Hreiðarsdóttur og Phyllis Ewen og opnar í Listasafni Reykjaness 12. nóvember nk. Þetta er stór salur og tilhlökkunarefni að sýna verk þar. Ég er með mörg verk í vinnslu, grafíkverk og teikningar á pappír þar sem ég vinn með hreyfingu,flekaskil/jarðhræringar/sjóndeildarhring. Ég er einnig að skoða jarðsögu/sögu Reykjaness og nti mér það í minni verkum, teikningar á pappír á rúllu og grafíkverk. Þetta er búið að vera langt ferli því ég hef unnið við það af og til undanfarið ár. Við Elva fengum einnig listamannalaun til þriggja mánaða fyrir þetta samstarfsverkefni og þó vinnan við það taki mun lengri tíma eins og gefur að skilja er þetta mikil viðurkenning á því sem við erum að gera og hefur munað um það í ferlinu. Við erum því staddar í Hvíta húsinu á Snæfellsnesi þessa dagana í vinnuferð og er setið við. 

Work in progress/Blek/blýjantur á pappírsarkir 
I'm working for an exhibition  "Above and below the horizon"at Reykjanes Art Museum with Elva Hreiðarsdóttir and Phyllis Ewen. It opens on November 12th. and it is a big task to get things done. It is a beautyful space and I do look forward to show our work there. Here are some insight photos from a working trip with Elva to Hvita húsið Snæfellsnesi now in September. It is very inspiring here at this magnificent place under Snaefellsnes Glacier and it is also great to be together talking about the work and art and life.
Work in progress/Blek/blýjantur A4

Work in progress/Blek/Blýjantur A4
I'm working with different methods, but mostly work on paper. I love the different tools, ink, pencil, graphyte, water etc. The various paper sheets I use also feeds the work.

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/ýmis efni
Innblásturinn í verkin kemur víða að og ég hef legið á netinu yfir jarðfræðiskýringum, ljósmyndum af fallegum stöðum, lesið mér til um rannsóknir á Atlandshafshryggnum og tilgátur um hafsbotninn þar. Ég skoða líka hina og þessa listamenn og aðferðir þeirra. Auk þess horfir maður náttúruna öðrum augum með þetta verkefni í huga, næstum eins og vísindamaður.

Inspiration table/Innblástur

Inspiration table/Innblástur

Inspiration table/Innblástur
My inspiration comes from various sources. It is good to have that layed out on a big table. But it is also wonderful to have this view!!

Inspiration/Innblástur
Hurðin út-Snæfellsjökull blasir við

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Thursday, August 11, 2016

Listaverkakort/Listamál




Bátur fer hjá
Olía á tré
50x50
Ég hef nýverið látið prenta fyrir mig ótrúlega flott listaverkakort af þessum málverkum. Þau fást hjá mér á vinnustofunni og eru á góðu verði, ýmist einfalt kort eða samanbrotið með umslagi. Þegar þú kaupir af mér málverk, þá fylgir kort með. En hér má sjá nýju kortin. Ég á einnig gott úrval fleiri korta.
Samanbrotin kort með umslagi
Spjald einnig með umslagi



Listamálin byrjuðu í framleiðslu 2013 og alltaf bætist einn og einn bolli í safnið. Þau eru prentuð hjá henni Guðmundu í Merkt sem er til húsa í Faxafeni. Við erum ennþá að prófa okkur áfram með liti og hvað kemur vel út, en það er gaman að þessu. Hér neðst sjáið þið málverkið sem er á einum bollanum. Það sem er gaman er hversu litirnir eru mismunandi og það gefur líka bollunum gildi.
Upphaflegu gerðirnar
Hér má sjá allar gerðirnar sem framleiddar hafa verið hingað til
Staðsetning
Olía á tré

Sunday, August 7, 2016

Wish you were here Mail Art Project - Soffía/Heike

Basel May 2016

Basel opening May 2016

Wish you were here Alex Schweiger did a talk at the opening

Postcards in the making....

Wish you were here
Grafíksalurinn/ IPA Gallery
Hafnarhúsinu hafnramegin - júlí 2015

Postcards in the making...

Heike Liss hangs the show in Reykjavík