Thursday, February 6, 2020

Yfirlýst tilvera - Gallerí Fold 1.-15.2.2020


Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020

Einkasýning mín "Yfirlýst tilvera"opnaði í Gallerí Fold um síðustu helgi. Það var margt um manninn og gaman að hitta mann og annan og sérstaklega fannst mér gaman að hitta fólk sem á mynd/myndir eftir mig og kveðst hafa fylgst með mér lengi, semsagt listunnendur./My Solo Exhibition "Overexposed opened in Fold Gallery last Saturday. A really nice opening, great crowd.  
Yfirlýst tilvera III/Overexposed III 2020
Olía og vax á tréplötu/Oil and coldwax on wood
 Verkin á sýningunni eru flest kláruð í upphafi árs, þó ég hafi verið að vinna þau allt undanfarið ár. Mig langaði að tefla saman stillu og óróleika og það sést vel á þessum myndum. / Most of the work was finished this year.
Á sjöunda degi/The seventh day 2020
Olía á tré/Oil on Wood

Í hallargarðinum sunnan megin/In the garden, south
 2020
Olía á tré/Oil on Wood 

Ég er búin að halda fjölmargar sýningar í Gallerí Fold, en fyrsta einkasýningin mín þar var árið 1996 og ég hef ekki tölu á hversu margar sýningar ég hef haldið eða tekið þátt í þar síðan. / I have had numerous solo shows at Fold Gallery since 1996 and participated in many exhibitions and events.
Gamli garður/Old garden 2020
Olía á striga/Oil on Canvas

Úr sýningarskrá : Flestir þekkja þá tilfinningu sem fylgir því að njóta útsýnis í náttúrunni eða horfa á landslag sem fer hjá út um bílglugga á ferð. Því fylgir ró, við virðum heiminn fyrir okkur af æðruleysi. Í seinni tíð er eins og þessi ró og æðruleysi hafi riðlast svolítið. Ólga í veðri magnar og ýkir liti náttúru og himins og framkallar birtuskil sem virka stundum eins og yfirlýst ljósmynd. Á sama tíma berast nýjar upplýsingar um framvindu og breytingar í náttúrunni sem ýta undir smæð mannsins í tilverunni.
 
Yfirlýst tilvera/Overexposed
Gallerí Fold 2020
Að sama skapi duga ekki lengur grænir og bláir litir og penslar víkja fyrir stórum spöðum til að tjá innri veruleika ferðalangsins. Krafan á manneskjuna í samtímanum er að láta sig hluti varða og gefa yfirlýsingu um tilgang og markmið með breytni sinni. Í íslensku landslagsmálverki gæti því nú um stundir birst sálarlíf málara eða jafnvel þjóðar. Eða hvað? Er ekki gott í sjálfu sér að staldra við, njóta útsýnis um stund í fegurð, litum og algleymi?


SAFNANÓTT SÝNINGARSPJALL OG GRAFÍKSMIÐJA
Grafíklitir og valsar
Á morgun föstudag er Safnanótt og að venju er fjölbreytt prógram Í Gallerí Fold. Ég verð með sýningarspjall og grafíksmiðju þar sem gestum býðst að þrykkja með neonlitum. /I will be having an artist talk at the exhibition on Museum Night/Winterfestival on friday and Printmaking Workshop as well. 
Sýningarspjall í Fornubúðum
A typical Artist talk at the Studio


-->