Thursday, January 23, 2020

Nýtt ár 2020 - Námskeiðin

Vinnustofa Soffíu/Fornubúðir 8
22. janúar 2020

Hér kemur yfirlit yfir námskeiðin í febrúar 2020. Athugið að það eru ýmsar upplýsingar hér á síðunni sem eru gagnlegar og myndir af námskeiðum ofl. 

Sjá einnig á https://www.facebook.com/soffiasart/ Skráning á námskeiðin er hafin og hægt að hringja í s:8987425, senda skilaboð á messenger eða senda tölvupóst á soffias@vortex.is. Svo má auðvitað alltaf kíkja við hjá mér á vinnustofunni.
Vinnugleði 

Litagleði

Staður mér kær  

Námskeið I 17.-20.febrúarMánudagur til fimmtudagsMorguntímar10-13 

Staður sem er mér kær….
(gatan mín, húsið mitt, bærinn minn, sveitin mín, herbergið mitt, stofan mín…..)

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Létt og lifandi námskeið í olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að vinna með fáa liti og ná færni í litablöndun. Þátttakendur koma með ljósmynd, skissu eða hugmynd sem þeir vilja vinna með og fá hjálp við að útfæra viðfangsefnið á striga. Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. Gott að koma með vinnuskyrtu eða svuntu  

Fyrirkomulag

17.2. Mánudagur 10-13 Stutt kynning á viðfangsefni yfir kaffisopa, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Veljum mynd til að vinna eftir, komum okkur fyrir í sal. Grunnum striga.
18.2. Þriðjudagur 10-13 Málum með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Notum olíuliti  seinni part dags.
19.2. Miðvikudagur 10-13 Málum með olíulitum
20.2. Fimmtudagur 10-15 Málum af gleði og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

15 tímar
Mikið innifalið

Spennandi námskeið í olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

Verð: 35.000 (*hægt að skipta greiðslu).
 
Litir litir

Námskeið III
22. og 23. febrúar
Laugardagur/Sunnudagur
  
Hraðskissur/Flæði
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Hressandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að temja sér hröð vinnubrögð og ná miklum árangri á stuttum tíma. Unnið með olíuliti og akrílliti með spaða, palettuhníf og tusku á pappír, pappaspjöld og strigaspjöld, Áhersla á vinnugleði og að taka sig ekki of hátíðlega. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft

Efni: Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en ætlast til að þátttakendur komi með annað skv. efnislista.

Fyrirkomulag
22.2. Laugardagur 11-15
- Stutt kynning á viðfangsefninu
- Farið yfir ýmsar gerðir af pappír og hvað ber að hafa í huga fyrir mismunandi aðferðir og ef á að mála á hann með olíulitum.
- Farið sérstaklega í myndbyggingu.
- Skoðum Coldwax og önnur íblöndunarefni í olíu og akríl sem henta þessari aðferð.
- Grunnum pappír og spjöld.

22.2. Sunnudagur 12-15
Málum af gleði, prófum ýmsar aðferðir sem lagðar voru inn, vinnum nokkrar seríur mynda með mismunandi áherslum og leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

7 tímar
Mikið innifalið

Gefandi námskeið í akríl og olímálun þar sem unnið er með viðfangsefni sem er nýstárlegt, persónulegt og gaman að fast við. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur og getur orðið uppspretta nýrra verka og leiða. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem vilja ná tengslum við listamanninn í sér og gleyma sér í litaflæði.

Verð 30.000

Íblöndunarefnin

Bækur um listamenn og annar fróðleikur

  
Námskeið IV
13. febrúar
Fimmtudagur
kl. 16-20

Íblöndunarefnin

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi.  Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi og áhersla á að sýna verk, skoða bækur og listamenn sem nýta sér íblöndunarefnin.

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu eða vilja bara sækja sér innblástur. Það er líka góður undirbúningur að öðrum námskeiðum, sérstaklega Námskeið III og IV sem henta lengra komnum eða þeim sem hafa verið að mála.

4 klst.
Kaffi, te og létt hressing innifalin.
Verð: 15.000



APRÍL
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð á vinnustofunni í apríl frá 7.4. - 19.4. og verða auglýst betur þegar nær dregur.

Námskeið I verður í apríl (14.-17.4.) þriðjudagur-föstudags(morguntímar) 
Námskeið II Sólarkoma (17. 18. og 19. 4.) Helgarnámskeið NÝTT
Námskeið III verður í apríl (dagsetning auglýst síðar)

Námskeið IV - Íblöndunarefnin verður einnig haldið í apríl (Þriðjudagur 7.4. kl. 16-20)