Saturday, September 28, 2019

Torg Listamessa 4.-6. október - Bás H-16


Um næstu helgi tek ég þátt í Torg listamessu sem SÍM stendur fyrir á hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Stór hópur myndlistarmanna verður þarna með verk sín til sýnis og sölu og er tilhlökkunarefni að sjá breitt úrval myndlistar saman komið á einum stað og auðvitað listamennina sjálfa sem verða á staðnum. Þetta er í annað skipti sem messa af þessu tagi er haldin hér á landi en SÍM hélt Torg í fyrsta skipti í fyrra á Korpúlfsstöðum og viðtökur voru framar vonum. Þetta fyrirkomulag er þekkt erlendis og hef ég tekið þátt í nokkrum slíkum messum og fundist það skemmtilegt. Þetta er mikilvægur vettvangur og áhugavert að þarna er hægt að festa kaup á verkum milliliðalaust og spjalla líka við listamennina sjálfa.  Ég verð með bás H-16 kíktu við. / I will be participating in SIM's Torg Art Fair in Korpúlfsstaðir, Reykjavik 4.-6th of October. It is the first(started last year) and only art fair in Reykjavik and I look forward to it. More than 70 artists will be present there. My boot is H-16 so please stop by and visit.


Hér er hlekkur á viðburðinn en ég auglýsi þetta betur sjálf þegar líður á vikuna/Here is a link to the event: