Sum ár líða hjá án mikilla stórtíðinda. Þannig er ekki með þetta sýningarár. Það er hlaðið ýmsum viðburðum stundum fleiri en einum í mánuði og ég má hafa mig alla við að kæfa ekki áhangendur mína með fréttum. Sumt geri ég ein og sjálf, annað með öðrum eins og gengur. Í apríl opnaði ég td. tvær sýningar með stuttu millibili, önnur á Dalvík, 2.-24. apríl í Menningarhúsinu Berg, "Draumaheimar Soffíu"og var nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá undanförnum árum. Þetta er mjög flottur salur og gaman að sýna þarna. Dalvík tók hlýlega á móti mér.
23. apríl opnaði ég svo sýningu í Gallerí Fold með spánnýjum verkum á tré sem ég hef unnið að í allt haust og hér má sjá á sýningunni
Loft jörð . Hún stendur til 7. maí nk. Í sýningarskrá er m.a. frábær grein eftir Guðrúnar Hólmgeirsdóttur heimspekikennara og samferðakonu mína til margra ára.Hún þekkir vel til verka minna og það er gaman að þessari greiningu hennar. Sérstaklega fannst mér gaman að þeirri pælingu hvað ferðalangar mínir sjá þegar þeir horfa til okkar. Viðtal Margrétar Tryggvadóttur í sömu skrá er líka áhugavert og vil ég við þetta tækifæri benda á að láta skrána ekki framhjá sér fara.
|
Undirbúningur fyrir sýninguna "Loft jörð" |
Sú breyting hefur orðið undanfarin misseri í Hafnarfirði að mikil fjölgun vinnustofa í grenndinni við mig hefur margfeldisáhrif og ýmsir viðburðir koma upp í hendurnar á mér sem er gaman. Það komu td. hátt í 200 manns á Björtum dögum. Þar voru ný listaverkakort og bollar og nýjar myndir á veggjum en líka mátti kíkja í skúffurnar á efri hæðinni.
|
Gakktu í bæinn 2016 |
|
Mikið úrval til af kortum hjá mér |
|
Nokkrar gerðir af bollum |
Sjómannadagshelgin 3-5. júní verður hlaðin skemmtilegheitum við höfnina og ég læt ekki mitt eftir liggja. Ég stend fyrir "Pressudögum" á vinnustofunni og býð öllum að koma laugardaginn 4. júní og þrykkja öldur, fiska og báta af tré á pappír í fínu grafíkpressunni minni og hengja upp á vegg. Plöturnar verð ég búin að útbúa og allir geta valsað lit á og prófað að þrykkja(með aðstoð) í grafíkpressu. Markmiðið er að fylla veggina af þrykkjum og skapa skemmtilega stemmingu á sjómannadaginn. Hugmyndin vakti lukku og ég var ein af mörgum sem fékk menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess arna og nýtist hann aldeilis vel og þakka ég af heilum hug fyrir það.
Hér má sjá meira um það:
|
Frá námskeiði í janúar |
|
Gatan mín...hverfið mitt |
|
Olíulitir |
|
Spaði... |
|
Staður sem er mér kær... |
|
Prófa sig áfram.... |
|
Vinnusemi og litlir hópar. |
Vinsælu námskeiðin á vinnustofunni verða svo á sínum stað og ég kem þeim svona fyrir milli liða. Næstu námskeið verða núna í maí og að þessu sinni ætla ég að koma okkur í sumarstemmingu og stikkorðin:
Summertime..., Býflugurnar og blómin og
Hopp og hí kalla fram ýmsar myndir og hugrenningar sem gaman er að festa á striga. 1, 2 og 3 dagar í einu. Hentar byrjendum og lengra komnum og skráning hjá mér á netfangið:
soffias@vortex.is Auglýsi þau með stuttum fyrirvara á Facebook síðunni minni. Ertu ekki örugglega áhangandi á:
Soffía vinnustofa?
|
Soffía vinnustofa - Fornubúðir 8
Alltaf opið þegar appelsínugula settið er komið út.
Alltaf hægt að mæla sér mót í s:8987425 |