Tuesday, September 6, 2016

Vinnuferð í Hvíta hús/Við sjóndeildarhring

Vinnuborðið/Working table September 2016

Ég vinn nú að sýningunni "Við sjóndeildarhring/Above and below the horizon" sem er samsýning mín, Elvu Hreiðarsdóttur og Phyllis Ewen og opnar í Listasafni Reykjaness 12. nóvember nk. Þetta er stór salur og tilhlökkunarefni að sýna verk þar. Ég er með mörg verk í vinnslu, grafíkverk og teikningar á pappír þar sem ég vinn með hreyfingu,flekaskil/jarðhræringar/sjóndeildarhring. Ég er einnig að skoða jarðsögu/sögu Reykjaness og nti mér það í minni verkum, teikningar á pappír á rúllu og grafíkverk. Þetta er búið að vera langt ferli því ég hef unnið við það af og til undanfarið ár. Við Elva fengum einnig listamannalaun til þriggja mánaða fyrir þetta samstarfsverkefni og þó vinnan við það taki mun lengri tíma eins og gefur að skilja er þetta mikil viðurkenning á því sem við erum að gera og hefur munað um það í ferlinu. Við erum því staddar í Hvíta húsinu á Snæfellsnesi þessa dagana í vinnuferð og er setið við. 

Work in progress/Blek/blýjantur á pappírsarkir 
I'm working for an exhibition  "Above and below the horizon"at Reykjanes Art Museum with Elva Hreiðarsdóttir and Phyllis Ewen. It opens on November 12th. and it is a big task to get things done. It is a beautyful space and I do look forward to show our work there. Here are some insight photos from a working trip with Elva to Hvita húsið Snæfellsnesi now in September. It is very inspiring here at this magnificent place under Snaefellsnes Glacier and it is also great to be together talking about the work and art and life.
Work in progress/Blek/blýjantur A4

Work in progress/Blek/Blýjantur A4
I'm working with different methods, but mostly work on paper. I love the different tools, ink, pencil, graphyte, water etc. The various paper sheets I use also feeds the work.

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/Blek/blýjantur

Work in progress/ýmis efni
Innblásturinn í verkin kemur víða að og ég hef legið á netinu yfir jarðfræðiskýringum, ljósmyndum af fallegum stöðum, lesið mér til um rannsóknir á Atlandshafshryggnum og tilgátur um hafsbotninn þar. Ég skoða líka hina og þessa listamenn og aðferðir þeirra. Auk þess horfir maður náttúruna öðrum augum með þetta verkefni í huga, næstum eins og vísindamaður.

Inspiration table/Innblástur

Inspiration table/Innblástur

Inspiration table/Innblástur
My inspiration comes from various sources. It is good to have that layed out on a big table. But it is also wonderful to have this view!!

Inspiration/Innblástur
Hurðin út-Snæfellsjökull blasir við

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Inspriation/Innblástur

Thursday, August 11, 2016

Listaverkakort/Listamál




Bátur fer hjá
Olía á tré
50x50
Ég hef nýverið látið prenta fyrir mig ótrúlega flott listaverkakort af þessum málverkum. Þau fást hjá mér á vinnustofunni og eru á góðu verði, ýmist einfalt kort eða samanbrotið með umslagi. Þegar þú kaupir af mér málverk, þá fylgir kort með. En hér má sjá nýju kortin. Ég á einnig gott úrval fleiri korta.
Samanbrotin kort með umslagi
Spjald einnig með umslagi



Listamálin byrjuðu í framleiðslu 2013 og alltaf bætist einn og einn bolli í safnið. Þau eru prentuð hjá henni Guðmundu í Merkt sem er til húsa í Faxafeni. Við erum ennþá að prófa okkur áfram með liti og hvað kemur vel út, en það er gaman að þessu. Hér neðst sjáið þið málverkið sem er á einum bollanum. Það sem er gaman er hversu litirnir eru mismunandi og það gefur líka bollunum gildi.
Upphaflegu gerðirnar
Hér má sjá allar gerðirnar sem framleiddar hafa verið hingað til
Staðsetning
Olía á tré

Sunday, August 7, 2016

Wish you were here Mail Art Project - Soffía/Heike

Basel May 2016

Basel opening May 2016

Wish you were here Alex Schweiger did a talk at the opening

Postcards in the making....

Wish you were here
Grafíksalurinn/ IPA Gallery
Hafnarhúsinu hafnramegin - júlí 2015

Postcards in the making...

Heike Liss hangs the show in Reykjavík






Friday, May 6, 2016

SUMARNÁMSKEIÐIN 2016

Skipulag sumarsins er að taka á sig mynd og ég verð með námskeiðsvikur á vinnustofunni í júní en ekki í maí eins og til stóð. Óvænt sýning í Basel setti strik í reikninginn svo það varð minna úr efndum en til stóð. Námskeiðin henta byrjendum og lengra komnum og ég legg upp með góðan anda og sumarstemmingu. 
Góður andi

Gaman að mála

Ögrandi viðfangsefni

Unnið eftir fyrirmynd

Gaman saman

Hressandi litir

Alvöru

Gott rými til að skapa og hugsa
I. 

3 dagar
“Summertime and the living is easy”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

9.6 – fimmtudagur 15-18 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að mála með skærum akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann.


10.6. – föstudagur 10-16 Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin. Vinnum af kappi og þykkjum litina og

13.6. – mánudagur 16-18:30 Leggjum síðustu hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.


Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. 

Verð:26.000 * hægt að skipta greiðslu.


II.  

2 dagar

“Býflugurnar og blómin”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.


14.6. – þriðjudagur 10-13
Stutt kynning á viðfangsefninu yfir kaffibolla, skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að grunna og mála með akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Einfalt myndefni og skærir litir.

15.6.- miðvikudagur 10-17
Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin. Notum spaða og stóra pensla og höfum gaman af. Í lokin stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.

Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið
með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki. 

Verð:20.000 * hægt að skipta greiðslu


III. 

1 dagur
“Hopp og hí”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og  þátttakendur koma með. Lítill hópur og notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og frábær upprifjun.

18. júní föstudagur 10-18
Byrjum á kaffibolla og skoðum viðfangsefnið. Málum með akríllitum á stóran striga 60x80 með stórum penslum og erum óhrædd við að nota skemmtilega liti. Byrjum á að grunna með “ljótum lit” en hressum hann svo við með geggjuðum skærum litum og höfum gaman af. Tökum okkur gott hádegishlé meðan málningin þornar þar sem við skoðum bækur og spjöllum um lífið og listina yfir kræsingum sem hver og einn leggur á borð með sér. Eftir hádegi förum við í olíuliti og látum gamminn geysa.


Verð: 20.000

Athugið að það er hægt að taka fleiri en eitt námskeið. 
Staðfestingargjald er kr. 5000 og skráning á vinnustofunni, á soffias@vortex.is eða í s:8987425: 

Saturday, April 30, 2016

Video: Franz Kline, In Action

The Modern-Richard Diebenkorn: The Ocean Park Series-September 28, 2011-...

KQED Spark - Wayne Thiebaud

Anna Bjerger: It's All About Process

Per Kirkeby: We build upon ruins

Olav Christopher Jenssen - Enigma

Peter Doig: famous artists 'are quickly forgotten'

Alex Katz - A Dialogue - The Artist's Studio - MOCAtv

TateShots: Alex Katz – Studio Visit




TateShots: Sigmar Polke

SÝNINGAR, NÁMSKEIÐ OG VIÐBURÐIR 2016

Sum ár líða hjá án mikilla stórtíðinda. Þannig er ekki með þetta sýningarár. Það er hlaðið ýmsum viðburðum stundum fleiri en einum í mánuði og ég má hafa mig alla við að kæfa ekki áhangendur mína með fréttum. Sumt geri ég ein og sjálf, annað með öðrum eins og gengur. Í apríl opnaði ég td. tvær sýningar með stuttu millibili, önnur á Dalvík, 2.-24. apríl í Menningarhúsinu Berg, "Draumaheimar Soffíu"og var nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá undanförnum árum. Þetta er mjög flottur salur og gaman að sýna þarna. Dalvík tók hlýlega á móti mér.

23. apríl opnaði ég svo sýningu í Gallerí Fold með spánnýjum verkum á tré sem ég hef unnið að í allt haust og hér má sjá á sýningunni Loft jörð . Hún stendur til 7. maí nk. Í sýningarskrá er m.a. frábær grein eftir Guðrúnar Hólmgeirsdóttur heimspekikennara og samferðakonu mína til margra ára.Hún þekkir vel til verka minna og það er gaman að þessari greiningu hennar. Sérstaklega fannst mér gaman að þeirri pælingu hvað ferðalangar mínir sjá þegar þeir horfa til okkar. Viðtal Margrétar Tryggvadóttur í sömu skrá er líka áhugavert og vil ég við þetta tækifæri benda á að láta skrána ekki framhjá sér fara. 
Undirbúningur fyrir sýninguna "Loft jörð"
Sú breyting hefur orðið undanfarin misseri í Hafnarfirði að mikil fjölgun vinnustofa í grenndinni við mig hefur margfeldisáhrif og ýmsir viðburðir koma upp í hendurnar á mér sem er gaman. Það komu td. hátt í 200 manns á Björtum dögum. Þar voru ný listaverkakort og bollar og nýjar myndir á veggjum en líka mátti kíkja í skúffurnar á efri hæðinni.
Gakktu í bæinn 2016

Mikið úrval til af kortum hjá mér

Nokkrar gerðir af bollum
Sjómannadagshelgin 3-5. júní verður hlaðin skemmtilegheitum við höfnina og ég læt ekki mitt eftir liggja. Ég stend fyrir "Pressudögum" á vinnustofunni og býð öllum að koma laugardaginn 4. júní og þrykkja öldur, fiska og báta af tré á pappír í fínu grafíkpressunni minni og hengja upp á vegg. Plöturnar verð ég búin að útbúa og allir geta valsað lit á og prófað að þrykkja(með aðstoð) í grafíkpressu. Markmiðið er að fylla veggina af þrykkjum og skapa skemmtilega stemmingu á sjómannadaginn. Hugmyndin vakti lukku og ég var ein af mörgum sem fékk menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess arna og nýtist hann aldeilis vel og þakka ég af heilum hug fyrir það. Hér má sjá meira um það:

Frá námskeiði í janúar

Gatan mín...hverfið mitt

Olíulitir

Spaði...

Staður sem er mér kær...

Prófa sig áfram....

Vinnusemi og litlir hópar.

Vinsælu námskeiðin á vinnustofunni verða svo á sínum stað og ég kem þeim svona fyrir milli liða. Næstu námskeið verða núna í maí og að þessu sinni ætla ég að koma okkur í sumarstemmingu og stikkorðin: Summertime..., Býflugurnar og blómin og Hopp og hí kalla fram ýmsar myndir og hugrenningar sem gaman er að festa á striga. 1, 2 og 3 dagar í einu. Hentar byrjendum og lengra komnum og skráning hjá mér á netfangið: soffias@vortex.is Auglýsi þau með stuttum fyrirvara á Facebook síðunni minni. Ertu ekki örugglega áhangandi á:  Soffía vinnustofa? 
Soffía vinnustofa - Fornubúðir 8
Alltaf opið þegar appelsínugula settið er komið út.
Alltaf hægt að mæla sér mót í s:8987425