Skipulag sumarsins er að taka á sig mynd og ég verð með námskeiðsvikur á vinnustofunni í júní en ekki í maí eins og til stóð. Óvænt sýning í Basel setti strik í reikninginn svo það varð minna úr efndum en til stóð. Námskeiðin henta byrjendum og lengra komnum og ég legg upp með góðan anda og sumarstemmingu.
|
Góður andi |
|
Gaman að mála |
|
Ögrandi viðfangsefni |
|
Unnið eftir fyrirmynd |
|
Gaman saman |
|
Hressandi litir |
|
Alvöru |
|
Gott rými til að skapa og hugsa |
I.
3
dagar
“Summertime and the
living is easy”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem
unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og þátttakendur koma með. Lítill hópur og
notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill
árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að
byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og
frábær upprifjun.
9.6 –
fimmtudagur 15-18 Stutt kynning á viðfangsefni, skoðum bækur
komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að mála með skærum akríllitum og leggjum
áherslu á að ná myndefninu á strigann.
10.6. –
föstudagur 10-16 Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir
hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin.
Vinnum af kappi og þykkjum litina og
13.6. –
mánudagur 16-18:30 Leggjum síðustu
hönd á verkin. Í lok tímans er stutt yfirferð og leiðbeint með framhald.
Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir
litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið með 1-2 striga
í stærðinni 50x60 eða 60x70, olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3
pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með
loki.
Verð:26.000 * hægt að skipta greiðslu.
II.
2 dagar
“Býflugurnar og blómin”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem
unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og þátttakendur koma með. Lítill hópur og
notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill
árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að
byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og
frábær upprifjun.
14.6. – þriðjudagur 10-13
Stutt kynning á viðfangsefninu yfir kaffibolla,
skoðum bækur komum okkur fyrir og spjöllum. Byrjum að grunna og mála með
akríllitum og leggjum áherslu á að ná myndefninu á strigann. Einfalt myndefni
og skærir litir.
15.6.-
miðvikudagur 10-17
Höldum áfram að mála með olíulitum. Farið yfir
hvað einkennir olíuliti umfram akrílliti og hver eru helstu íblöndunarefnin.
Notum spaða og stóra pensla og höfum gaman af. Í lokin stutt yfirferð og
leiðbeint með framhald.
Unnið með akríllitum yfir í olíuliti. Allir
litir og íblöndunarefni(línolía, terpentína) á staðnum en mætið
með 1-2 striga í stærðinni 50x60 eða 60x70,
olíuliti(og akrílliti) ef þið eigið þá, 1-3 pensla(nr.10, 12 og breiðan pensil
ef þið eigið). Auk þess 2 krukkur með loki.
Verð:20.000 * hægt að skipta greiðslu
III.
1
dagur
“Hopp og
hí”
Létt og hressandi námskeið í olímálun þar sem
unnið er út frá ljósmynd eða skissu sem skilar sumarstemmingu og þátttakendur koma með. Lítill hópur og
notalegt andrúmsloft á vinnustofu listamanns og á stuttum tíma næst mikill
árangur. Hentar þeim sem hafa komið á námskeið áður en líka þeim sem eru að
byrja að mála eða hefur alltaf dreymt um að mála með olíulitum. Góð byrjun og
frábær upprifjun.
18. júní
föstudagur 10-18
Byrjum á kaffibolla og skoðum viðfangsefnið.
Málum með akríllitum á stóran striga 60x80 með stórum penslum og erum óhrædd
við að nota skemmtilega liti. Byrjum á að grunna með “ljótum lit” en hressum
hann svo við með geggjuðum skærum litum og höfum gaman af. Tökum okkur gott
hádegishlé meðan málningin þornar þar sem við skoðum bækur og spjöllum um lífið
og listina yfir kræsingum sem hver og einn leggur á borð með sér. Eftir hádegi
förum við í olíuliti og látum gamminn geysa.
Verð: 20.000
Athugið að það er hægt að taka fleiri en eitt námskeið.
Staðfestingargjald er kr. 5000 og skráning á vinnustofunni, á soffias@vortex.is eða í s:8987425: