Boðskort |
Á þessari sýningu
Kleine Welt II / documenti eða skrásetning er enn ríkari áhersla á hið
skrásetta ferli og hugmyndir settar fram með formlegum hætti og taka á sig
skýrari mynd. Með því að sýna þessar hugmyndir/skissur í mismunandi rýmum
verður ákveðin þróun og samtal listamannsins við áhorfendur um ferlið útvíkkar
þennan “smáa heim” og stækkar. Skissur verða að fullbúnum verkum með sjálfstætt
líf. Ferðalangur og goðsagnakenndar verur takast á loft eða lenda á hillu og
hið skrásetta líf frá tilteknum tíma öðlast nýtt gildi þegar það er sett í
annað samhengi. Tilgangurinn er öðrum þræði að velta því fyrir sér hvað sé “í
pípunum”? Hvers virði er einn mánuður í lífi listamanns? Hverju kemur hann í
verk? Hvað verður um það? Skiptir það einhverju máli og þá fyrir hvern? Hvar
var hann staddur og hvert leiðir þessi dvöl hann?
.