Friday, September 14, 2012

Nokkrar Nocturnur

James Whistler vann mikið með nóttina eins og ég hef minnst á áður og hann kallaði myndir sínar Nocturne og bætti síðan litunum aftan við. Hann sagðist kalla þær því nefni til að draga úr áhrifum þess hvar myndirnar voru málaðar, en þær voru flestar málaðar af Thames ánni að kvöld/næturlagi. Nocturne gefur líka til kynna tónlist og Chopin samdi margar fallegar sem má til dæmis hlýða á hér: NOCTURNE CHOPIN
Nocturne blue and silver

Nocturne

Nocturne

No comments:

Post a Comment