En hér eru lýsingar á fyrirlestrunum:
Litir og litafræði málarans
Fimmtudagur 12. apríl kl. 19:30-21:30
Farið yfir ýmislegt varðandi liti og litanotkun í olíumálun. Helstu hugtök í sambandi við liti eru skýrð og skoðuð með dæmum. Hvaðan koma litir, hvernig hafa þeir þróast í gegnum söguna? Hvernig varð litahringurinn til og hvaða lögmál ríkja varðandi hann? Hvernig getum við notað litahringinn persónulega fyrir okkur? Hvernig notum við liti og hvað ber að hafa í huga sérstaklega þegar málað er með olíulitum? Hvaða liti er gott að nota í undirlag og hvaða liti í slikjur? Skoðum lítillega mismunandi tegundir af olíulitum og muninn á þeim. Dæmi af ýmsum uppáhaldsmálurum fyrirlesarans tekin og skoðað hvernig þeir nota liti til að leggja áherslu á og túlka viðfangsefnin.
Fyrirlesturinn hentar þeim sem hafa verið að mála og þeim sem eru að byrja. Dýpkar skilning á litum og litanotkun og gefur þér færi á að spyrja um það sem þig langaði alltaf að vita um liti.
Tækni tól og tæki málarans
Þriðjudagur 17. apríl kl. 19:30-21:30
Allt sem viðkemur olíumálun dregið fram í dagsljósið og skoðað nánar. Allt frá penslum, striga og öðru undirlagi, litum, spöðum, íblöndunarefnum af ýmsu tagi og grunnum kynnt og helstu notkunarmöguleikar sýndir með dæmum. Ýmis praktísk atriði reifuð og sýnd með dæmum, varðandi frágang á myndum, íblöndunarefni og grunna. Tilvalið fyrir þann sem hefur verið að mála lengi, en hentar einnig þeim sem hefur aldrei málað áður en langar til að kynnast því.
Það er tilvalið að fara á báða fyrirlestrana sem eru yfirgripsmikir og veita innsýn í ýmislegt varðandi olíuliti og notkun þeirra og þau efni sem tilheyra þeim. Í hefðbundnum tímum í málun læðist ýmis fróðleikur með sem ekki gefst færi á að skrá hjá sér en þarna er hægt að glósa og ná ákveðinni yfirsýn.
Fyriorlestrarnir eru haldnir í húsnæði skólans í Álafosskvosinni. Verð á hvorn fyrirlestur kr. 2000 fyrir nemendur skólans en 2500 fyrir aðra. Innifalið er kaffi og námsgögn.
No comments:
Post a Comment