Það er mikið í gangi í Álafosskvosinni þessa dagana. Í gærkvöldi fékk ég hóp af hressum nemendum sem spreyttu sig á sjóndeildarhring og litum fyrstu "gróður" vorboðanna sem ég bar með mér alla leið af Álftanesi og setti á hvítan pappír á borðið. Fíflar, rabbarbarahnúður, moldarbingur og daufgræn strá voru viðfangsefni kvöldsins og framvindan glettilega góð. Verkefnið að blanda saman litina úr rauðum, gulum og bláum litum og fá úr því rauðfjólubláan lit rabarbarans, grsgrænu stráanna, skærgulan og rauðgulan lit fíflanna og svo mætti lengi telja. Litirnir: Lemon Yellow, Crome Yellow, Alizarin Crimson, Ultramarin Blár, Prussian blár, Scarlet Rauður og auðvitað blandað með terpentínu...lyktarlausri. Á laugardaginn koma þau svo með mynd, skissu eða ljósmynd af því sem hugurinn stendur til að festa á striga. Það þarf að hafa hraðar hendur til að ná árangri á stuttum tíma en það er bara gaman að því.
Degas vann sínar myndir hratt úti í náttúrunni með pastellitum sem hann teiknaði með á plötu, svo vætti hann blað í terpentínu og lagði ofan á plötuna. Þetta lét hann síðan þorna(í sólinni) og litaði svo áfram með þurrkrítinni. Hann elskaði liti og var sannkallaður "koloristi".
25.4.-5.5. 2012
Leysingar (fuglarnir, fossinn og fríðleiksblómið...)
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Tími: Miðvikudaga 19:15-22:15
og Laugardaga 10-13 alls 4 skipti.
Degas - Þurrkrít þrykkt á pappír |
Stutt hressandi námskeið í
olíumálun fyrir byrjendur og lengra komna. Unnið með umhverfið og liti vorsins.
Farið í litablöndun og aðferðir sem nýtast vel til árangurs á stuttum tíma.
Áhersla á góðan anda, vinnusemi og viðfangsefni sem hæfir hverjum og einum. |