Tuesday, May 3, 2011

Skemmtilegt sumar framundan?

Hvað ætlarðu að gera í sumar? Hefurðu prófað að mála með olíulitum? Er ekki sumarið tíminn til að gera eitthvað skemmtilegt?
Verð með námskeið um helgina á vinnustofunni. Fleiri námskeið fyrirhuguð í maí og júní. Upplagt að koma sér af stað! Skráning í s:8987425 eða á soffias@vortex.is


5.-7. og 8. maí  Olíumálun fyrir byrjendur
Námskeið sem hentar þeim sem hafa aldrei málað með olíulitum áður. Farið yfir helstu tól og tæki í olíumálun og nemendum leiðbeint með hvaða efni er best að kaupa. Farið yfir einfaldar aðferðir til að velja sér myndefni og hvernig á að mála það. Allt efni innifalið og í  lok námskeiðs fara allir heim með fyrsta málverkið sitt(fyrstu málverkin sín).


Fimmtudagur 19:30-21:30 Fyrirlestur og leiðbeint um liti, tól og tæki.
Laugardagur og sunnudagur 10-15. Málað í sal undir handleiðslu kennara.
Samtals 12 tímar.
Fjöldi nemenda 7-10
Verð:25.000

No comments:

Post a Comment