Thursday, October 21, 2010

Okkurgulur

Einn af fyrstu litunum sem maður lærir að þekkja þegar maður fer að mála er okkur litur. Þetta er jarðlitur sem hefur verið þekktur frá steinöld amk. og er í dag eini liturinn sem er notaður hreinn, þ.e. okkurlitur er búinn til úr hreinu jarðefni.
Það má hugsa sér sand eða kletta á Spáni. Okkur getur líka haft á sér rauðan blæ eins og sést á þessari mynd en líka út í græna og jafnvel fjólubláa tóna.

Hér er svo aftur okkur gulur úr litatúbu:

Endurmenntun Háskólans - Tími 1.

Í kvöld var fyrsti tíminn og ég fór í sögu litanna og þróun. Þetta er raunar mjög skemmtileg saga og gaman að velta fyrir sér hvernig litir hafa þróast í gegnum tíðina, hvernig nýjar uppfinningar og landafundir breyttu litanotkun. Gaman að spá í hvernig Loðvík 14, sjálfur Sólarkonungurinn hafði gríðarleg áhrif um gjörvalla Evrópu og lagði nýjar línur í tísku og menningu. Michael Eugéne Chevril kom líka fram með litahringinn í lok 18. aldar og Geroges Seurat lagðist í fræðin og prófaði sig áfram með því að nota punkta og láta þá mætast en blanda litina ekki. 
Hádegisverður við Signu


Það er ferlegt hvað litir skila sér illa uppi á tjaldi í stofu. þeir verða eitthvað svo mattir og ljótir og mér finnst nemendur fara mikils á mis við að fá ekki að skoða myndir í fullum gæðum. Sem betur fer eru góðar bækur til með góðum myndum en ekkert jafnast á við að skoða myndir augliti til auglitis. Ég hef til dæmis séð myndir Sargents Singer á safni og það var ótrúleg upplifun. Hér er ein af mínum uppáhalds:






Það er svo ótrúlega flott hvernig hann notar kontrastana í svarta og hvíta litnum og hvað það eru í raun margir tónar í hvíta kjólnum sem konan klæðist. Ég verð líka að segja að Rafael er einn af mínum uppáhalds málurum. Hann var á hátindi frægðar sinnar í kringum aldamótin 1500 og hlýtur að hafa unnið sleitulaust því hann varð ekki gamall maður og dó aðeins 37 ára gamall, en eftir hann liggja mörg snilldarverk. Hér er portrettið af Leó X páfa.

Ég myndi skoða það í góðri bók því þá skila litirnir sér betur en það er samt gaman að sjá alla þessu rauðu tóna sem hann notar. Rafael var örugglega mjög vel að sér í litafræðum og hefr velt mikið fyrir sér hvaða liti ætti að nota en svo hefur hann örugglega líka verið með góðan aðstoðarmann sem hefur malað Cochinal pöddurnar vel. Aztekarnir notuðu rauðan lit og notkun hans var þekkt í Suður Ameríku, en þegar litarefnið var flutt til Evrópu varð rauður litur gríðarlega vinsæll. En kannski voru það einmitt svona snilldarmálverk eins og verkið hans Rafaels sem átti sinn þátt í því. Hér er mynd af Cochinal pöddu og kaktusi þar sem þær þrífast. 





Sunday, October 3, 2010

Dagur myndlistar


af vinnustofunni...


gægst inn....
málverk....
Dagru myndlistar var haldinn hátíðlegur á laugardaginn. Opnar vinnustofur voru víða um land hjá myndlistarmönnum og ný vefsíða tileinkuð þessum degi var opnuð. Málarinn við höfnina lét sitt ekki eftir liggja og var opið á vinnustofunni milli 14 og 17 og var opið á báðum hæðum, kynning á námskeiðum og fleiru skemmtilegu lágu frammi og nafnlausa sögumyndin ásamt nokkrum sögur sem gestir menningarnætur og Bjartra daga skrifuðu héngu á vegg. Vonandi á þessi dagur eftir að festa sig í sessi.