Saturday, December 6, 2025

Edward Munch Grafikatelier - Ekely Oslo / November 2025

Nóvember hefur alltaf heillað mig fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta þá áttu foreldrar mínir brúðkaupsafmæli 1. nóvember. Þau giftu sig 1953 og þegar pabbi lést 2001 höfðu þau verið saman í 48 ár. Pabbi átti afmæli 11. nóvember og þegar Urður Soffía nafna mín fæddist 7 nóvember 2020 fannst mér ljómi nóvember ná hámarki. Í gegnum tíðina hef ég þó oft verið erlendis á þessum tíma, sækist jafnan eftir vinnustofudvöl utan alfaraleiðar og tíma þegar svo ber undir. Listamannadvöl á fáförnum köldum slóðum getur verið einmanaleg, gefandi og krefjandi en afraksturinn í mínu tilviki hefur alltaf verið ótvírætt mikilfenglegur. Enda er þetta að mörgu leyti fyrirtaks tími, menningin í hámarki hvar sem borið er niður og nýjar bækur og kvikmyndir að spretta fram á sjónarsviðið þessa síðustu þrjá mánuði ársins. Hjá mér blandast því saman hlustun á tónlist, útvarpsþætti, menningarumfjöllun og lestur bóka við að skoða nýjar myndlistarsýningar, óperusýningar og þannig mætti lengi telja. Ekki má svo heldur gleyma myrkrinu sem gleypir mann á þessum tíma amk. á norðurslóðum og árstíðin sem byrjar með hlýjum litum og angan af laufi hreyfist hratt yfir í brúna, gráa, sifraða liti samfara hrati og rotnun gróðurs. Hver staður hefur sína töfranálgun og auðvitað finnur maður við heimkomuna eftir langan tíma í burtu hvað það er sem togar alltaf í mann til baka og hvað myndheimurinn er rótgróinn landinu, náttúrunni, veðrinu, fólkinu. Ekki eru allar vinnustofudvalir einmanalegar eða á fáförnum slóðum. Það var sérstaklega gaman að fá tækifæri til að dvelja um mánaðarskeið í Osló. Eins og margoft hefur komið fram hef ég verið í norsk/íslenska samstarfsverkefninu ECO frá 2022. Við erum 6 listamenn, 3 frá hvoru landi og Hildur Björnsdóttir, prímusmótor og stofnandi verkefnisins sótti um fyrir okkur íslensku listamennina að vinna í Grafíkvinnustofu Edwards Munch í Ekely, Oslo, Noregi. Tímabilið var allur nóvember og höfðum við frjálsar hendur við vinnuna á verkstæðinu. Samfara því var tilgangurinn jafnframt að opna sýninguna/grafíkmöppuna Bergmál/EKKO í íslenska sendiráðinu og kynna verkefnið menningarlífinu. Mikill fjöldi kom í sendiráðið þennan tíma sem sýningin stóð uppi og var góður rómur gerður að henni og því sem við höfum verið að gera. Verkefnið okkar heldur áfram prjónast eitthvað áfram því það eru fyrirhugaðar 2 sýningar með hópnum 2027. Grafíkmappan verður í Gallery Briskeby í Osló í janúar 2027 og í Gallery Nord Norge Harstad í Lofoten apríl 2027. November has for many reasons been a favorite month. My parents celebrated their wedding day on the 1st of November and both my father 11.11.1924-2001 and my granddaugther Urður Soffia 11.07.2020 had that month as well. Through the years I have opened many exhibitions and often stayed in remote artist residencies in November/December/January. For instance I stayed for three months at the Leighton Studios in Banff Centre, Alberta, Canada 2004 where I worked on "Places unknown" big charcoal drawings in a perfect studio in the woods with deers and other animals looking through the window. A couple of months Oktober- December at Lukas Künstlerhaus in Ahrenshoop In Northern Germany 2012 was fabulous as was also staying at ALN(Art letters and Numbers) in upstate New York from October-December 2015. I stayed in Oslo from 2-29th of November. Not all artist residencies are lonely or off the beaten track. It was especially enjoyable to have the opportunity to spend a month in Oslo. As I’ve often mentioned, I have been part of the Norwegian–Icelandic collaboration project ECO since 2022. We are six artists, three from each country, and Hildur Björnsdóttir — the project’s founder and driving force — applied on behalf of the Icelandic artists for us to work at the Edvard Munch Print Studio in Ekely, Oslo. The residency lasted through November, and we had complete freedom in our work at the studio. At the same time, the aim was also to open the exhibition/print portfolio Bergmál/EKKO at the Icelandic Embassy in Oslo and to present the project to the local cultural scene. A large number of visitors came to the embassy while the exhibition was up, and the response to both the show and our work was very positive. The project continues to develop, and two group exhibitions are planned for 2027: the print portfolio will be shown at Gallery Briskeby in Oslo in January 2027, and at Gallery Nord Norge in Harstad, Lofoten in April 2027.