Friday, June 6, 2025

Sumarið 2025

Það er komið sumar í það minnsta segir dagatalið það, júní genginn í garð. Kennslu formlega lokið þetta vorið með stuttu sumarnámskeiði hjá Myndlistarskóla Kópavogs í blandaðri tækni þar sem við spreyttum okkur á Coldwaxi sem er alltaf skemmtilegt. Sýningardagatalið þetta vorið hefur verið óvenju fullt og sér svo sem ekki alveg til lands í því að sinni.