Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég opnaði þessa síðu soffia-malarinn.blogspot.com sem ég kalla Listamannaspjall. Mikið af efninu sem er hér inni tengist kennslu, námskeiðum og málun og vinnustofunni minni að Fornubúðum 8 við höfnina í Hafnarfirði. Þarna eru líka umfjallanir um sýningar og ferðir og myndlist og myndlistamenn og mig sjálfa auðvitað líka. Ég flutti vinnustofuna mína um set og er nú í Auðbrekku 1 Kópavogi í vinnustofum SÍM. Þetta er öðruvísi fyrirkomulag og það er gefandi að vera í samneyti við fleiri listamenn. Til að byrja nýjan kafla ætla ég að hvíla þetta blogg aðeins og hver veit nema ég taki við seinna þar sem frá er horfið. Kannski mun það líka taka á sig annað form. Fylgist endilega með!! Ég er að vinna að nýrri heimasíðu www.soffias.is sem opnar innan tíðar og mun halda úti bloggi þar í tengslum við síðuna.
Frá vorsýningunni og Björtum dögum í Fornubúðum 8, 2021 Spring open studio days in Fornubúðir 8, 2021 |
I have started a new blogsite connected to a new website www.soffias.is(still in progress). I moved my studio from Fornubudir 8 in Hafnarfjordur to SIM (Artist associations) in Auðbrekka 1, Kopavogur in a building with other artists. It's a new chapter and I'm trying different ways to show my work and express myself. I might start blogging here again or try other ways.
Nýir skór/ný vinnustofa 2022 New shoes/New studio 2022 |
Ný mynd/nýir litir 2022 New painting/new colors 2022 |