Ég er að fara til New York í vikunni til að vera við útskrift sonar míns sem útskrifast úr sínu 4 ára mastersnámi sem kvikmyndagerðarmaður frá Columbia háskólanum. Það verður skemmtilegt og minnir mig á það að það er stundum gott að minna sig á allt það góða sem hefur ratað til manns á lífsleiðinni. Það var óvænt á sínum tíma eftir að ég lauk mínu mastersnámi frá Mills College í Kaliforníu að fá Joan Mitchell Painting and sculpture Award og með þeim fékk ég hæstu upphæð sem mér hefur hlotnast á einu bretti fyrir verkin mín. Með verðlaununum gat ég leigt mér stóra vinnustofu í eitt ár og komið undir mig fótunum eftir Ameríkudvölina. Margir þekktir listamenn hafa fengið þessi verðlaun sem eru veitt án umsóknar, þ.e. einhver sem tilnefnir þig. Ávísunin kom svo bara í pósti, stíluð á mig.
Með stórborgina New York í baksýn/ On a rooftop bar in New York |
Joan sjálf var mikilhæfur listamaður og verkin hennar hafa alltaf mikil áhrif á mig. Hún starfaði í New York og París og stofnunin sem er kennd við hana var með höfðustöðvar í New York en hefur sett mikinn kraft í New Orleans eftir að flóðin urðu þar og komið listamönnum þaðan til hjálpar með neyðaraðstoð en líka tengt listamenn við aðra starfsemi og það er frábært hversu miklu hefur verið komið til leiðar.
Það er svo ekki leiðinlegt fyrir mig persónulega hversu margir flottir listamenn hafa fengið þessi verðlaun og gaman að vera í þeim hópi.
Just remembering all the good things in life. My son is graduating from Columbia next week with an MFA in Film Directing so I will be heading to New York for the graduation ceremony and of course be present at the premiere on his film "Kanary". After my graduation from Mills I got the Joan Mitchell Painting and Sculpture Award. It was a complete surprice and was a great support and helped me deciding to be an artist. Other JMPSA recipients through the years are pretty great artists and I am truly grateful for being on that list.