Að mörgu leyti notalegt þegar haustið kemur. Með djúpum haustlægðum, roki, kulda, stillum, fallegum litum og tærri fjallasýn kemur maður auga á margt sem fer framhjá manni þegar sumarið er í algleymingi. Haustinu fylgja líka fastir liðir eins og kennsla og umsóknaferli fyrir ýmislegt. Maður skerpir á áherslunum, setur sér ný markmið og leyfir sér að "fljúga hærra" amk. í huganum.
|
Eyja I - 60x60/Island I |
|
Eyja II 60x60/Island II |
|
Eyja III 60x60 Olía á tré Island III 60x60 Oil on Wood |
Ég var nýlega í Kaupmannahöfn þar sem ég tók þátt í Art Copenhagen á vegum Gallerí Foldar , en þar voru um 60 gallerí víðsvegar að að kynna listamenn sína og var sannarlega áhugavert og uppbyggjandi að fá þetta tækifæri til að bera sig saman við það besta og ekki hvað síst að sjá hvað listaheimurinn er fjölbreyttur í allri sinni dýrð, það besta snertir mann djúpt, annað alls ekki eins og gengur. Áhugavert var líka að sjá hvað galleríin hafa mismunandi áherslur og hvernig þau kynna sitt fólk. Sjálf var ég mjög sátt við mitt gallerí sem var að taka þátt í fyrsta sinn og gerði það afar vel, básinn flottur og faglega upp settur og aðlaðandi umhverfi og viðmót svo margir stoppuðu og skoðuðu af áhuga. Oftar en einu sinni gafst tilefni til að taka tappa úr kampavínsflösku og lyfta glasi á básnum okkar og ástæða til að óska Gallerí Fold til hamingju með árangurinn.
Hér má kíkja á heimasíðu messunnar:
http://artcopenhagen.dk/
|
slóð... Olía á tré 90x130 track.... Oil on Wood 90x130cm. |
DEGAS 1834-1917
|
Degas - Landslag - Monoþrykk
Búið að teikna ofan í með pastellitum.
|
Þegar maður er búinn að skoða allar mögulegar gerðir af myndlist í órólegu umhverfi er ótrúlega róandi og gefandi að fara á söfn sem búa yfir fágun og gæðum sem finnst ekki í hinum hraða nútíma listheimi. Á sunnudögum er frítt inn á Glyptekið og ég var svo heppin að fá tækifæri til að sjá sýningu með meistara Degas og aðferðum hans. Þessi sýning hefur verið uppi í allt sumar og hreinlega slegið í gegn og þegar við komum þangað á síðasta sýningardegi voru allir salir stappaðir af fólki. Það truflaði mann þó ekkert við að njóta meistaratakta Degas og sökkva sér í aðferðir og leiðir og líf hans sem var skilmerkilega sett upp á veggjum safnsins.
“No art is less spontaneous than mine,” asserted Edgar Degas (1834-1917). “What I do results from reflection and the study of the great masters; I know nothing of inspiration, spontaneity and temperament.”
Degas tilheyrir Impressionistunum en skar sig að mörgu leyti úr, sérstaklega hvað varðaði vinnulag og aðferðir en hann málaði td. ekki mikið úti við, skissaði gjarnan á vettvangi svo sem sjá má á ballerínumyndum hans, en leyfði sér svo að láta málverkið taka völdin á vinnustofunni og því búa myndir hans yfir sérstökum töfrum og innsæi sem skapast af því. Hann sagðist þó sjálfur ekki vera túlkandi og eins og sjá má í orðum hans hér að ofan. Hann notaði marga miðla, hreyfst t.a.m. af ljósmyndun en í verkum sínum notaði hann olíupastel, þurrkrít og teikningu með kolum á pappír, en hann vann líka með grafík svo sem litógrafíur, ætingar og monoþrykk sem hann málaði svo í með pastellitum. Í málverkum sínum notar hann terpentínu næstum eingöngu til að þynna litinn og notar litinn þykkt til að ná línunni, leyfir því að standa til morguns og dregur svo litinn út vel terpentínuþynntan. Skúlptúra sína hugsaði hann næstum eingöngu sem skissur fyrir sig sjálfan, gerði þá litla og vann þá gjarnan með vaxi utan á vír sem hann var búinn að móta. En hér er hlekkur á sýninguna:
http://www.glyptoteket.com/whats-on/calendar/degas-method
|
Degas - Teikning á litaðan pappír með kolum.
Málað með hvítum olíulit eða krít til skerpingar.
|
|
Degas (detail) Þarna sést vel hvernig hann teiknar línuna
með þykkum lit og dregur hann svo út terpentínuþynntan.
|
|
Degas(detail). Þetta er olíupastel á pappír. |
|
Degas - Monoþrykk. Hann valsar svartan litinn á plötu,
þurrkar í burtu með tusku, teiknar í með tuskunni líka
og jafnvel pensli áður en hann leggur pappírinn ofan á
og setur í gegnum pressu eða þrýstir bara á með lófanum.
Svo teiknar hann með hvítri krít ofan i þegar myndin er þurr.
|