Thursday, March 9, 2017

Ferskir straumar - Stokkhólmur

Fyrir framan "Nordens ljus" galleríið
Ég var í Stokkhólmi fyrir stuttu vegna sýningar félagsmanna ÍG í Galleri Nordens Ljus sem er frekar óvenjulegt gallerí og er um borð í bát. Sýningin nefnist"Hrævareldur" og  um 30 félagsmenn taka þátt með fjölbreyttum verkum. Sjálf sýndi ég grafíkverkið: "Black sand..mountain high/Svartur sandur...fjöllin há" sem ég hef sýnt áður, en fannst það einhvernveginn passa inn í þetta, með sterkum andstæðum og íslenskum krafti.
Frá opnun....
Interesting stay in Stockholm in February. I took part and organized(as one of IPA Show Committee) an exhibition "Hrævareldur/St. Elmo's Fire" with about 30 IPA members. The Gallery is in a boat and is artist run, among them Mikael Kihlman. A great opening with fantastic band playing, Leo Lindberg Trio. Also time for a little get-to-gether and fantastic Art Exhibtions in great company. Mikael Kihlman will show his fantastic etchings in Iceland next year. Something to look forward to.


Flott band spilaði fyrir dansi...


Smá yfirlitsmynd....
Auðvitað notar maður tækifærið og styrkir böndin,
lyftir glasi og fagnar lífinu og tilverunni.
Það er "part af programmet".

Sýningarferð á óhemju flott söfn svo sem Fargfabriken en þar voru frábær verk Anna Camner sem er verðlaunahafi Beckerrs verðlaunanna 2017.

Verk hennar voru sett inn í hringlaga svartmálað rými

Málverk Anna Camner eru flest smá í sniðum og raunsæisleg,
minna á Albrecht Dürer en þó veit maður ekki alveg
 hvað það er sem maður er að horfa á.

Annað frábært dæmi um eðalmálverk Anna Camner
 Ógleymanleg er sýning Charlotte Gyldendal í Fotografiska Museum sem var ákaflega sterk og áhrifamikil, hugmyndalega einföld en snilldarlega útfærð og sjá má hér: Fotografiska

Magasin3 var líka alveg frábært safn með ýmislegt góðgæti á boðstólum. Risa blekmyndir Gunnell Wahlstrand sem ég hef aðeins séð í bókum voru þar á sýningu og þvílíkt augnakonfekt. Sýningin stendur fram í júní svo endilega ekki láta hana framhjá þér fara.


Þessi mynd virðist vera einföld tækifærisljósmynd,
en er ein af myndum Gunnell á sýningunni.
Margt fleira var að sjá í Stokkhólmi sem situr í minningunni. Ekki var heldur leiðinlegt fyrir okkur íslensku listamenninga að sjá sýningarnar í fylgd Mikael Kihlman sem er ótrúlega flottur grafíklistamaður og ég hef áður minnst á hér á þessu bloggi. Sýningin í Nordens ljus var að hans undirlagi og nú er í undirbúningi sýning með verkum hans hér á Íslandi.
Mikael Kihlman við verk sín

Að öllu þessu sögðu, er alveg ljóst að maður kemur heim fullur af orku og krafti. Þess sér stað þegar penslarnir eru teknir fram. Nú er bara að sjá hvað gerist næst/Full of energy and art power after a great trip and interesting art in good company.


Nokkrar hraðmyndir

Á grænum grunni...

Á gulum grunni...

Á rauðum grunni...

Tuesday, March 7, 2017

Tiltekt/Cleraance -

Það er nauðsynlegt að rýma svolítið til hjá sér af og til, ekki bara með því að skúra og pússa, heldur líka að henda, skipta út hlutum og setja nýja inn. Ég er í þessum fasa núna hér á vinnustofunni. Það á vel við, enda mikið framundan og gott að hlaða batteríin, en líka vera sýnilegur og við því sumir koma aldrei til mín nema ég bjóði þeim sérstaklega ;) Ég hef því auglýst fastan opnunartíma þessa vikuna(6.-12.3.)og er við frá klukkan 13-16 hið minnsta alla daga. Tilvalið fyrir fólk að kíkja við og hægt að gera góð kaup þessa vikuna því ég er í þannig stuði.
Litir í hrúgu

Óreiða á borðinu 
Time to do a little cleaning and organize the studio for next event. Hafnarfjörður Cultural days(Bjartir dagar) will be from 19.-21. of April.
Loks búið að setja upp myndirnar

Málverkið "...slóð"er frá 2013. 
Stærð: 120x90
Það var á sýningu í Danmörku og víðar 
og hefur verið lengi fyrir augunum á mér. 
Ég vildi gjarnan að það fengi varanlega gistingu á góðum stað.


Málverkið Óvissuför(122x90 - 2017)
hefur verið lengi í vinnslu hjá mér og loksins tilbúið.
Undirtónninn er rauður og ég málaði þunnt yfir
sem gefur því hressandi blæ og margslungið yfirbragð.

Þarna má sjá ýmis verk máluð á undanförnum árum
 sem ég er mjög ánægð með,
enda hef ég notað þau á bolla, kort ofl.
Tilboð á kortum er alltaf vinsælt.
Bollana er eingöngu hægt að fá hjá mér og þeir eru hentugir í tækifærisgjafir.
Á Björtum dögum sem haldnir verða í kringum Sumardaginn fyrsta, 19. apríl ætla ég að bjóða upp á svolítið óvenjulegan viðburð sem ég kalla "Sveitapiltsins draumur" og hlakka ég mikið til að vinna að því. Kannski við hæfi að setja þessa mynd hér með sem gefur örlitla innsýn í það sem er framundan. Meira um það síðar.
"Sveitapiltsins draumur"?
Hver skyldi hann vera?

Rómantísk sýn eða hvað?